Nýlegt

D-listinn kominn af stað

Nú er kosningabaráttan að fara af stað fyrir alvöru enda ekki nema um 4 vikur til kosninganna 27.maí.  D-listinn hóf formlega kosningabaráttu sína á föstudaginn þegar frambjóðendur gengu í hvert hús í Hólminum með stefnuskrá flokksins. 

Meira..»

Snæfellingar töpuðu í undanúrslitunum

Strákarnir í 9.flokki Snæfells töpuðu nú í morgun undanúrslitaleiknum gegn Fjölni 36-57.  Stelpurnar í 10.flokknum töpuðu líka sínum leik gegn Haukum 32-45.  Bæði liðin eru því úr leik í Íslandsmótinu en geta þó vel við unað með 3.-4.sætið.  Bæði liðin hafa bæði náð frábærum árangri í vetur og strákarnir í 9.flokknum komust einnig alla leið í úrslitaleikinn í bikarnum, þar sem þeir töpuðu einnig fyrir Fjölni.  Þannig að það er við hæfi að óska báðum flokkum til hamingju með árangurinn sem og þjálfurum þeirra þeim Helga Reyni með 10.flokkinn og Jóni Ólafi með 9.flokkinn.

Meira..»

Ísland úr Nato og herinn í Hólminn

Hann var vígalegur hertrukkurinn sem var mættur á bílaplanið við Hótelið í gær.  Gárungarnir sögðu að Samgönguráðherra hefði mætt á trukknum á þing RSÍ en hann var ræðumaður þar.  Það fylgdi einnig sögunni að bílstjórinn hefði verið Björn Bjarnason og hefðu þeir verið að prufa trukkinn með það í huga að nota hann fyrir vegalögregluna á veturna.  Sel það ekki dýrara... 

Meira..»

„Völin og kvölin“

Þeir sem muna eftir greinarkornum mínum, eftir að ritstjóratíð minni hjá Stykkishólms-Póstinum lauk, vita að …

Meira..»