Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

30 milljónir á Vesturland

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur veitt landshlutasamtökum sveitarfélaga níu verkefnastyrki á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024.

Þetta er í fyrsta sinn sem framlögum úr byggðaáætlun er úthlutað að fengnum umsóknum og stendur til, að sögn Sigurðar Ing Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, að fjölga slíkum samkeppnispottum jafnt og þétt á næstunni.

Úthlutað var vegna ársins 2018  samtals 120 m.kr. Alls bárust 26 styrkumsóknir og nam samanlögð fjárhæð þeirra 441 m.kr. Framlögum til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða er ætlað að tengja sóknaráætlanir landshluta við byggðaáætlun og færa heimafólki aukna ábyrgð á ráðstöfun fjármuna.  Áhersla er lögð á að styrkja svæði sem glíma við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf.

Eftirfarandi verkefni á Vesturlandi hlutu styrki að þessu sinni:

Vínlandssetur í Dalabyggð 
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hljóta styrk til að byggja upp Vínlandssetur í Dalabyggð. Með því skapast valkostur í ferðaþjónustu sem getur orðið drifkraftur í frekari uppbyggingu á svæðinu. Styrkurinn nýtist til að ljúka lagfæringum á húsnæði, viðbyggingu á veitingaaðstöðu og til að hanna sýningar. (Kr. 15.000.000)

Gestastofa Snæfellsness
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi fær styrk til að efla Gestastofu Snæfellsness.
Gestastofan gegnir lykilhlutverki við eflingu ferðaþjónustu á sunnanverðu nesinu. Þar verður miðlað upplýsingum og þekkingu um svæðið til ferðamanna. Styrkurinn nýtist til endurbóta á húsnæði og lagfæringa á umhverfi þess. (Kr. 15.000.000)

 

Nánar…