Nýjasta söltunartækni?

Það er stutt í glensið hjá starfsmönnum BB og sona sem nýverið tóku við snjómokstri fyrir Vegagerðina hér í nágrenninu fyrir árin 2018-2021. Þjónustan nær yfir mokstur á Vatnaleið, Stykkishólmsvegi, Snæfellsnesvegi frá Heydal að Staðastað og frá Stykkishólmsvegi að Narfeyri. Þar sem veturinn er skollinn á þá var gripið til þess ráðs að skella á æfingabúðum í söltun vega á Reitarveginum s.l. þriðjudag þar sem réttu handtökin voru æfð. Svo er bara að fylgjast grannt með þegar vetra tekur fyrir alvöru hvernig þetta gengur hjá þeim með þessari aðferð. Nýtt vinnutæki er væntanlegt í þetta verkefni n.k. föstudag og alveg spurning hvort nokkuð sé þörf á því!