Á góðri stund í Grundarfirði

This slideshow requires JavaScript.

Bæjarhátíðin Á góðri stund fór fram í Grundarfirði s.l. helgi og gekk vel. Hlýtt var í veðri en smá skúrir sem gerðu gróðrinum og fólki bara gott. Vel var skreytt í bænum og litskrúðug skrúðganga marseraði niður á bryggju á laugardagskvöldið. Aldís Ásgeirsdóttir kornungur framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir í Facebook færslu á síðu hátíðarinnar að undirbúningur hafi hafist í apríl s.l. og vonar að allir hafi fundið eitthvað við sitt hæfi. Margir bæjarbúar lögðu hönd á plóginn við undirbúning og var dagskráin mjög fjölbreytt og stóð frá miðri síðustu viku til sunnudags.
Mjög fjölmennt var í Grundarfirði s.l. föstudag en þá lágu tvö skemmtiferðaskip við akkeri í Grundarfirði og sögðu bæjarbúar að fjöldinn í bænum þennan dag hefði verið um 5000 manns. Stríður straumur fólks lá að Kirkjufellsfossi auk þess sem fjöldi hópferðabíla fór með farþega skipanna um Snæfellsnes.