Miðvikudagur , 23. janúar 2019

Héraðsnefnd hélt aðalfund sinn í FSN 16. apríl s.l. Örvar Marteinsson formaður lætur nú af störfum. Í skýrslu formanns kom fram að nokkur óvissa hefði ríkt um starf nefndarinnar þar sem á síðasta aðalfundi hófst umræða um framtíð nefndarinnar og fyrirkomulag byggðasafnsins. 

Aðalfundur Héraðsnefndar Snæfellinga

Héraðsnefnd hélt aðalfund sinn í FSN 16. apríl s.l. Örvar Marteinsson formaður lætur nú af störfum. Í skýrslu formanns kom fram að nokkur óvissa hefði ríkt um starf nefndarinnar þar sem á síðasta aðalfundi hófst umræða um framtíð nefndarinnar og fyrirkomulag byggðasafnsins. 

Héraðsnefnd hélt aðalfund sinn í FSN 16. apríl s.l. Örvar Marteinsson formaður lætur nú af störfum. Í skýrslu formanns kom fram að nokkur óvissa hefði ríkt um starf nefndarinnar þar sem á síðasta aðalfundi hófst umræða um framtíð nefndarinnar og fyrirkomulag byggðasafnsins.  Viðfangsefni nefndarinnar er rekstur í stórum dráttum Byggðasafnins og þar með Norska hússins, gerð fjallskilasamþykktar og umhverfisvottunarverkefnið Earth Check.  Komið er að viðhaldi og viðgerðum Norska hússins og bera áætlanir merki þess.  Nefnd bæjarstjóra og oddvita sveitarfélaganna lagði til:  „…að Héraðsnefndin haldi áfram sínum störfum. Framkvæmdaráð taki að sér fjárhagslega stjórn verkefna Héraðsnefndar, sem í dag eru rekstur héraðssafns og Earth Check umhverfisvottunarinnar. Fagleg nefnd taki til starfa sem starfi með forstöðumanni Héraðssafns Snæfellinga, Norska hússins.

Framkvæmdaráð, sem skipað væri bæjarstjórum stærri sveitarfélaganna og oddvitum minni sveitarfélaganna, myndi funda reglulega með starfsmönnum Earth check og Héraðssafns. Gert er ráð fyrir að fundir væru á 6 vikna fresti og forseta bæjarstjórna myndu sitja annan hvern fund.“  Gyða Steinsdóttir var kjörin formaður Framkvæmdaráðs Snæfellsness.  Nánar má lesa um samþykktir og annað efni frá fundinum á www.stykkisholmur.is