Æft fyrir afmæli

Þessa dagana eru danssporin stigin glatt í Íþróttahúsinu og þar eru á ferð leikskóla- og grunnskólakrakkar hér í bæ undir handleiðslu Jóns Péturs danskennara. Leikskólakrakkarnir eru með að þessu sinni til að undirbúa afmælishátíð leikskólans í Stykkishólmi sem fagnar 60 ára afmæli 7. október n.k. Þau voru afar spennt yfir danstímanum og skemmtu sér konunglega.