Aflabrögð

Dagana 16. til 22. október lönduðu 8 dragnótabátar í höfnum Snæfellsbæjar, Magnús SH landaði 16 tonnum í1löndun, Esjar SH 15 tonnum í 1, Egill SH 12 tonnum í 1, Ólafur Bjarnason SH 12 tonn í 3, Sveinbjörn Jakobsson SH 9 tonn í 3, Gunnar Bjarnason SH 5 tonn í 2, Matthías SH 3 tonn í 1 og Bára SH 0,6 tonn í 1 löndun.

Einungis 2 handfærabátar lönduðu og báðir í Rifshöfn. Landaði Jóa II SH 0,8 tonnum í 2 löndunum og Bessa SH 0,7 tonnum í 2 löndunum.

Hjá litlu línubátunum landaði Stakkhamar SH 43 tonnum í 4 löndunum, Tryggvi Eðvarðs SH 31 tonnum í 5, Guðbjartur SH 18 tonnum í 4, Brynja SH 13 tonnum í 5, Sverrir SH 5 tonnum í 2 og Rán SH 3 tonnum í 2 löndunum. Þerna SH landaði 3 tonnum í 2 löndunum en hún gerir út á línutrekt.

Einn bátur var á netum Hafnartindur SH og landaði hann 5 tonnum í 5 löndunum.

Alls komu 202 tonn að landi í 45 löndunum þar af komu 105 tonn í Rifshöfn í 23 löndunum, 79 tonn í Ólafsvíkurhöfn í 18 löndunum og 18 tonn á Arnarstapa í 4 löndunum. Þessir bátar lönduðu utan heimahafnar.

Í Bolungarvík landaði MagnúsSH 72 tonnum í 4 löndunum, Saxhamar SH 59 tonnum í 5 löndunum, Rifsari SH 58 tonnum í 4 löndunum, Steinunn SH 11 tonnum í 6 löndunum og Egill SH 8 tonnum í 1 löndun.

Á Skagaströnd landaði Særif SH 40 tonnum í 7 löndunum, Kristinn SH 38 tonnum í 7 löndunum og Álfur 16 tonnum í 4 löndunum.

Tjaldur SH landaði 156 tonnum í 2 löndunum, Örvar SH 90 tonnum í 2 löndunum og Rifsnes SH 36 tonnum í 1 löndun á Siglufirði.

Strákarnir á Fiskmarkaði Snæfellsbæjar gáfu sér tíma til að stilla sér upp fyrir myndatöku þrátt fyrir annir við löndun og frágang afla.

þa/Jökull