Aflabrögð

Það var mjög gott fiskerí hjá Saxhamri SH á dragnótinni en þeir lönduðu 49 tonnum sunnudaginn 3. desember. Lönduðu þeir því alls 91 tonni í 3 löndunum dagana 27. nóvember til 3. desember. Esjar SH 26 tonnum í 4, Rifsari SH 18 tonnum í 1, Matthías SH 18 tonnum í 2, Magnús SH 14 tonnum í 3, Egill SH 14 tonnum í 4, Bára SH 9 tonnum í 3, Gunnar Bjarnason SH 9 tonnum í 4, Sveinbjörn Jakobsson SH 5 tonnum í 3, Ólafur Bjarnason SH 5 tonnum í 4 og Guðmundur Jensson SH 1 tonni í 1. Tveir stórir línubátar lönduðu, Hamar 49 tonnum í 2 og Örvar 42 tonnum í 1. Hjá litlu línubátunum landaði Kristinn SH 36 tonnum í 4, Tryggvi Eðvarðs 34 tonnum í 4, Stakkhamar SH 33 tonnum í 4, Sæbliki SH 30 tonnim í 5, Guðbjartur SH 27 tonnum í 5, Kvika SH 25 tonnum í 3, Brynja SH 20 tonnum í 5, Sverrir SH 16 tonnum í 3, Rán GK 5 tonnum í 2, Bergur Vigfús GK 4 tonnum í 1, Þerna SH 4 tonnum í 2 og Rán SH 2 tonnum í 1. Netabátarnir lönduðu 7 tonnum alls, Bárður SH 5 tonnum í 4 og Hafnartindur 2 tonnum í 3. Ekkert var landað á Arnarstapa á þessu tímabili en í Ólafsvík komu 181 tonn á land í 43 og í Rifshöfn 365 tonn í 29 löndunum alls komu því 546 tonn í 92 löndunum.
Birtist í bæjarblaðinu Jökli/þa