Afmæli kirkjukórsins

Kirkjukór Ingjaldshólssóknar á 65 ára afmæli í ár, en hann var formlega stofnaður á 50 ára afmæli kirkjunnar. Kórsöngur hefur þó verið mun lengur við kirkjuna. Í tilefni afmælisins bauð kórinn íbúum sóknarinnar til veglegs kórkvölds sunnudaginn 16. september. Þorbjörg Alexandersdóttir, formaður kórsins, bauð gesti velkomna og kórinn söng nokkur lög, með fjórrödduðum söng, kvennaröddum, karlaröddum, með öllum viðstöddum og einsöng. Eitthvað fyrir alla.
Kórinn söng undir styrkri stjórn kórstjórans, Eleenu Makevvu og var henni afhent blóm frá kórnum. Kay Wiggs, sem var stjórnandi kórsins frá 1980-2014 fékk einnig blóm sem þakklætisvott, en Ómar Lúðvíksson flutti skemmtilegt ávarp um Kay og um hennar þátt í sögu kórsins.
Auður Alexandersdóttir flutti áhugavert ávarp um sögu kórsins. Viðstöddum var svo boðið í veglegt kaffihlaðborð.
Kórinn æfir á miðvikudagskvöldum klukkan 8 og er nýir félagar velkomnir, en fjórir nýir félagar hafa þegar bæst við í kórinn í haust.
Haldið verður upp á 115 ára afmæli kirkjunnar og 65 ára afmæli kórsins í guðsþjónustu á Ingjaldshóli 30. september klukkan 2.
óii/Bæjarblaðið Jökull