Árlegir jólatónleikar

screen-shot-2016-12-22-at-15-01-43Kirkjukór Ólafsvíkur hélt árlega jólatónleika sína á dögu­num í Ólafsvíkurkirkju. Söng­skráin var fjölbreytt, bæði voru flutt jólalög, sálmar og ýmis önnur lög við góðar undirtektir þeirra fjölmörgu tónleikagesta sem komu á tónleikana. Að tónleikum loknum var tónleika­gestum að venju boðið upp á kaffi og konfekt í safnaðar­ heimilinu.

Jólatónleikar Kirkju­kórs Ólafsvíkur eru orðnir að föstum punkti á aðventunni og alltaf jafn ánæjulegt að sjá hve margir mæta og hlusta á þenna metnaðarfulla og skemmtilega kór undir stjórn Veronicu Osterhammer við undirleik Elenu Makeeva.

Birtist fyrst í Bæjarblaðinu Jökli