A, b, c, d, e, f, g

Kosningar fóru fram til Alþingis s.l. helgi. Aldrei hafa fleiri framboðslistar verið í NV kjördæmi. Áttu eflaust margir við valkvíða að stríða af þeim sökum á laugardag. Á kosninganótt duttu menn inn og út af þingmannalistum kjördæmanna en þegar síðustu tölur höfðu borist yfirkjörstjórn og þá einmitt frá NV kjördæmi var niðurstaðan sú að Hólmarar fengu mann á þing, Sigurð Pál Jónsson, sem fór inn sem jöfnunarþingmaður og 8.þingmaður NV.

Aðrir þingmenn NV kjördæmis eru: Haraldur Benediktsson Sjálfstæðisflokki, Ásmundur Einar Daðasan, Framsóknarflokki, Lilja Rafney Magnúsdóttir Vinstri hreyfingin grænt framboð, Bergþór Ólason Miðflokki, Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Sjálfstæðisflokki, Guðjón S. Brjánsson Samfylkingu, Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokki og svo Sigurður Páll Miðflokki. Nýjir þingmenn eru því Bergþór, Halla Signý og Sigurður Páll.

Þá er þess bara að bíða hvernig flokkum tekst að semja um samstarf.

am