Bæjarmál

Reikna má með því að á næstu dögum verði endanleg skýrsla KPMG lögð fyrir sameiningarnefnd sveitarfélaganna til samþykktar.
Meirihluti bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar samþykkti í vikunni að taka aukalán m.a. vegna gatnaframkvæmda á árinu.
Byggingarnefnd kom saman s.l. mánudag. Fjallað var um umsóknir um byggingarleyfi á lóðunum Laufásvegi 33-43 vegna breytinga, Skólastíg 2 vegna nýbyggingar og Reitarvegi 8 vegna leiðréttinga aðaluppdrátta. Athugasemdir frá Sigurjóni Jónssyni vegna deiliskipulags á Reitarvegi var lögmanni bæjarins og höfundi skipulagsins falið að svara þeim athugasemdum. Hraðaakstur um Skólastíg var einnig til umræðu ásamt tveimur fyrirspurnum vegna atvinnureksturs í íbúabyggð.

am