Bætt aðgengi að Ólafsvíkurkirkju

Gleðilegt ár og takk fyrir allt á liðnu ári.
Sóknarnefnd Ólafsvíkurkirkju hefur í mörg ar leitað leiða til að leysa aðgengismál inn í kirkjuna. Ekki er auðveldur aðgangur fyrir alla inn í Ólafsvíkurkirkju né safnaðarheimili.
Eftir að hafa kynnt sér vel ýmsar leiðir eru tvær megin leiðir í boði, lyfta eða rampur. Að leysa bæði aðgengismáli í kirkju og safnaðarheimili þykir of dýrt og kostar líklega að byggja þarf við kirkjuna. Eftir guðsþjónustu 29. október síðastliðinn voru kynntar tillögur og þær ræddar.
Tillögurnar sem voru kynntar voru annars vegar rampar sem yrðu langir og áberandi.Hins vegar er boðið upp á þriðju leiðina sem er lyfta. Það kom til tals eftir fundinn að hafa lyftuna stærri svo hægt yrði að fara einnig niður í safnaðarheimili, en þá þyrfti að byggja utan um hana og kostaði töluvert meira, auk mikilla útlitsbreytinga á kirkjunni. Hallinn á rampi má bara vera 5% og þar sem það er um 1,5 metrar frá jörðu að tröppum þarf rampur, auk hvíldarpalla, að vera tæpir 30 metrar að lengd. Það kostar að rampurinn á milli þarf að fara sikksakk 4-5 sinnum til að vera löglegur og það þarf að vera tvöfalt handrið sem er mjög áberandi. Það er hluti af því að allar lausnir við aðgengið eru erfiðar. Hvorug lausnin leysir aðgengi að safnaðarheimilinu.
Meðfylgjandi eru myndir af lyftu og rampi en frekari lýsingar, teikningar og myndir eru á heimasíðu kirkjunnar kirkjanokkar.is en þar er einnig könnun meðal safnaðarins. Könnuninni lýkur 8. febrúar 2018.
Óskar Ingi Ingason, sóknarprestur.