Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Baldursbrúin biluð – Súgandiseyjarviti logar ekki!

Baldursbrúin, brúin sem er keyrslubrú upp úr Baldri í Stykkishólmshöfn, hrundi seinnipartinn í dag.  Tildrög atviksins eru þau að framkvæmdir standa yfir í Súgandisey og þarf fór rafmagnsstrengur í sundur.  Við það fór rafmagnið af vitanum í eynni auk þess sem rafmagni sló út við uppkeyrslubrúnna í Baldur svo að annar tjakkurinn sem heldur brúnni uppi, seig niður. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd þá seig brúin og skemmdist talsvert.  Ekki urðu slys á fólki og Baldur var farinn áleiðis til Brjánslækjar þegar óhappið varð og því voru ekki teknir bílar um borð þar. Verið er að vinna að viðgerð eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og Baldur er kominn í heimahöfn í Stykkishólm. Fyrr í sumar bilaði tjakkbúnaðurinn og þurfti að gera við þá. Telja menn að tjakkarnir séu ekki nógu burðugir í þetta verkefni.

Fréttin hefur var uppfærð 22:29

Myndir: Erla Friðriksdóttir, Snæfellingar.is