Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Bíll á ferðalagi á Bókhlöðustíg

Í morgun gerðist það að bíll fór í ferðalag hér í Stykkishólmi.  Það er svosem ekki óalgengt að bílar fari í ferðalag en langoftast eru amk bílstjórar með í för! Svo var nefninlega ekki í morgun þegar vinnubíll Bergs Hjaltalín tók ráðin af bílstjóranum, sem hafði brugðið sér inn á Vatnasafn, með þeim afleiðingum að bíllinn rann Bókhlöðustíginn og niður í garð Skólastígs 6, þar sem hann stoppaði. Eflaust fínasta garðskraut að hafa Skoda í blómabeðinu!  En fjölmargir  menn í appelsínulitum göllum komu og hífðu bílinn upp og Bergur hélt áfram sinni vinnu, á bílnum eins og ekkert hefði í skorist! Þorrablótsnefndinni er vandi á höndum, þarf að gera breytingar á handriti nú þegar allt er fullæft?