Blá stæði við grunnskólann


Einhver fagnar eflaust litnum á þessum stæðum sem nú er búið að merkja við grunnskólann. En tvö bílastæði við grunnskólann hafa nú verið máluð blá og auðvelda þannig aðgengi fyrir hreyfihamlaða og bætir aðgengi fyrir þjónustuaðila sem eru að koma með vörur í skólann. Enn er of mikið um það að ekið sé inn á skólalóðina og eru aðstandendur skólabarna beðnir um að nýta sér slaufuna í staðinn fyrir að keyra inn á bílastæðið, þegar börnum er ekið í skólann. Búið er að setja götulýsingu á leiðina að skólanum á milli íþróttamiðstöðvarinnar og fótboltavallarins og er það til mikilla bóta. Líklegt má telja að snjókmokstur á þessari fjölförnu gönguleið verði einnig fastur liður í rútínu mokstursmanna í vetur þegar snjóa fer.

am