Bland í poka í Grunnskólanum

screen-shot-2016-11-17-at-14-46-39Föstudaginn 11. nóvember var opið hús í Grunnskóla Snæ­fellsbæjar í Ólafsvík. Þar fengu gestir að skoða afrakstur vinnu nemenda í „Bland í poka” ­ ljósmyndaþema á miðstigi og „Snilldarstund” sem voru ein­staklingsverkefni á unglingastigi. Opið var inn í kennslustofur þar sem nemendur unnu við fjölbreytt verkefni og námsefni, meðal annars gagnvirkar kennslu­ aðferðir og skapandi starf. Auk þess voru til sýnis verkefni sem unnin voru í Fjölmenningar­þema skólans í október, þá var Regnboginn settur upp sem er nokkurs konar orðabók þar sem 8 orð og orðatiltæki eru skrifuð á tungumálum þeirra þjóðarborta sem eru í skólanum. Gaman var að sjá hve fjölbreytt verkefni nemenda voru og val þeirra á þeim og úrvinnslu þeirra. Bæði mátti sjá glærukynningar, myndbönd og afurðir sem greinilegt var að búið var að leggja mikla vinnu í. Fjölmargir lögðu leið sína í skólann og var ekki annað að sjá en allir hefðu gaman af bæði nemendur, starfsfólk og gestir.

Birtist fyrst í Bæjarblaðinu Jökli