Miðvikudagur , 23. janúar 2019

Bleiki dagurinn á föstudaginn


Október er árveknimánuður krabbameinsfélagsins vegna krabbameins hjá konum. Það fer nú vart framhjá neinum enda sýna margir aðilar stuðning sinn í verki með ýmsum bleikum vörum á boðstólum auk þess sem bleika slaufan er seld víða um land þennan mánuðinn. Byggingar hafa um árabil verið lýstar bleikum ljósum og á tímabili var það gert hér í Stykkishólmi að Stykkishólmskirkja var böðuð bleikum ljósum. Nú hefur þráðurinn verið tekinn upp að nýju og kirkjan fagurbleik í kvöldhúminu öll kvöld þessa dagana. En það eru fleiri kirkjur sem styðja málefnið með þessum hætti m.a. hér á Snæfellsnesi og því vel til fundið að fara í bíltúr eitthvert kvöldið og virða fyrir sér byggingarnar.

am