Blóðsykursmæling í Snæfellsbæ

screen-shot-2016-11-17-at-14-41-38Lionsklúbbarnir í Snæfellsbæ stóðu fyrir árlegri blóðsykurs­ mælingu um síðustu helgi í Átt­hagastofu Snæfellsbæjar. Blóð­sykursmælingin hefur verið árlega síðustu ár í tilefni af alþjóðadegi sykursjúkra 14. nóvember. Buðu lionsklúbbarnir upp á þessa fríu mælingu í sam­starfi við Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Snæfellsbæ. Það voru þær Sigrún Erla og Erna Sylvía hjúkrunarfræðingar sem sáu um mælingarnar.

Undanfarið hefur Sigrún Erla séð um að panta það sem þarf í mælingarnar fyrir klúbbanna en í ár lagði Apótek Ólafsvíkur til allt sem þurfti í mælingarnar klúbbunum að kostnaðarlausu. Vildu þeir koma á framfæri þakklæti fyrir það. Eins og áður tóku íbúar Snæfellsbæjar vel við sér og þeir voru ófáir sem þáðu boðið og í mælingu mættu rúmlega 60 manns.

Fréttin birtist fyrst í Bæjarblaðinu Jökli