Blóðsystur

Leikfélagið Grímnir er þessa dagana að hefja æfingar á leikverkinu Blóðsystur eftir Guðmund L. Þorvaldsson og Unglingadeild Leikfélags Kópavogs frá árinu 2010. Þetta er annað leikverkið á þessu ári sem leikfélagið setur upp en vel heppnuð sýning á Maður í mislitum sokkum er í fersku minni. Árný Leifsdóttir hefur verið ráðinn leikstjóri fyrir þessa sýningu og taka um 18 manns þátt í sýningunni sem stefnt er að frumsýna á Norðurljósahátíðinni. Verið er að skoða staðsetningar fyrir leikverkið. Blóðsystur er spennandi og skemmtilegt verk og söguþráðurinn er óvæntur og sjón sögu ríkari. Þó má geta þess að þar koma fram nokkrar guðhræddar stúlkur sem ekki eru allar þar sem þær eru séðar og hinn ráðagóði Sigurður vampírubani.