Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Bókasafn afhent 1. nóvember

Vel gengur við byggingu bókasafns við Grunnskólann.
Skv. upplýsingum frá Skipavík sem sér um verkið verður húsið afhent Stykkishólmsbæ 1. nóvember n.k.

Annars eru framkvæmdir hafnar hjá Skipavík við byggingu íbúðarhúsnæðis við Móholt en þar er fyrirhugað að byggja 4 litlar íbúðir. Þær íbúðir verða tilbúnar 1. maí 2018. Skipavík er fljótlega að fara hefja framkvæmdir á svæði Snoppu undir flokkunarstöð fyrir Íslenska gámafélagið. Að sögn Sævars Harðarssonar framkvæmdastjóra Skipavíkur er nóg af verkefnum hjá fyrirtækinu og aukning orðið í verkefnum á Grundartanga.