Miðvikudagur , 23. janúar 2019

Dagur hinna villtu blóma á Búðum

Screen Shot 2015-06-12 at 13.02.29Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull býður upp á fræðslu- og skemmtiferð um veröld flórunnar í friðlandinu í Búðahrauni í tilefni af því að 14. júní er norrænn dagur villtra blóma.  Brottför er frá Búðakirkju kl. 14 og eru gestir hvattir til að hafa með sér blómabók.  Allir velkomnir og ekkert þátttökugjald.