Danskennsla í Gsnb


Jón Pétur Úlfljótsson frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru kom í Grunnskóla Snæfellsbæjar í september. Var hann með danskennslu í 5. til 7. bekk sem er nýjung. Að auki hitti hann nemendur á yngsta- og unglingastigi skólans og dansaði með þeim hópdansa. Mæltist þetta mjög vel fyrir og hafði Jón Pétur á orði að gaman væri að sjá hvað þau væru sjóuð í þessu, en danskennsla hefur verið í eina viku á árgang í 1. til 4. bekk eftir áramót nú í 10 ár í skólanum. Hefur Vilborg Lilja Stefánsdóttir séð um þá kennslu með aðstoð íþróttakennera. Nemendur í 5. til 10. bekk komu svo saman í íþróttahúsi Snæfellsbæjar í síðustu viku þar sem þau dönsuðu saman undir stjórn Jóns Péturs og Lilju. Heppnaðist það mjög vel og voru bæði nemendur og kennarar mjög ánægð með hvernig til tókst. Vonandi verður framhald á þessu flotta samstarfi grunnskólans og dansskólans.

þa