Þriðjudagur , 19. febrúar 2019

Deiliskipulag við Kirkjufellsfoss og Kolgrafafjörð

Deiliskipulagsvinna við Kirkjufellsfoss og Kolgrafafjörð er í fullum gangi og í síðustu viku voru tillögur þess efnis auglýstar á vef Grundarfjarðarbæjar.

Kirkjufellsfoss

Deiliskipulagstillagan er nú kynnt á vinnslustigi á vef Grundarfjarðarbæjar og með auglýsingu í svæðisbundnum fréttamiðli á tímabilinu 17. mars – 3. apríl 2018. Gefst þá tækifæri til að koma með ábendingar við tillöguna sem verða hafðar til hliðsjónar við gerð endanlegrar tillögu.
Í framhaldi af kynningu verðu gengið frá endanlegri tillögu til auglýsingar

Tillaga á vinnslustigi – Greinargerð
Tillaga á vinnslustigi – Uppdráttur

Kolgrafafjörður

Skipulagssvæðið er við vesturhluta Kolgrafafjarðarbrúar og er um 3,3 ha að stærð.

Tillaga á vinnslustigi – Greinargerð

Tillaga á vinnslustigi – Uppdráttur

Tillögurnar eru enn á vinnslustigi, og eru nú lagðar fram til kynningar fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum, í samræmi við gr. 5.6.1 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Tillögurnar liggja frammi á bæjarskrifstofu á tímabilinu 16.mars-3. apríl  2018, auk þess eru þær aðgengilegar á vef bæjarins, www.grundarfjordur.is. Senda má athugasemdir og ábendingar við tillögurnar á Grundarfjarðarbæ, Borgarbraut 16, 350 Grundarfirði eða á netfangið bygg@grundarfjordur.is fyrir eigi síðar en þriðjudaginn 3. apríl n.k.
Fullbúnar tillögur verða formlega auglýstar síðar og gefst þá tækifæri til rýni og athugasemda.