Dreifing Stykkishólms-Póstsins í dag 6. apríl

Eins og allir vita þá er Stykkishólms-Póstinum dreift með Íslandspósti á fimmtudögum í Stykkishólmi.  En flensan stingur sér niður víða þessa dagana og því er ekki öruggt að blaðið berist í öll hús í dag. Í tilkynningu frá Símoni stöðvarstjóra rétt í þessu kemur fram að vegna veikinda náist líklega ekki að klára dreifinguna um bæinn í dag. Það sem ekki kemst í dreifingu í dag verður því dreift á morgun.