Eldur í olíumalardreifara

S.l. föstudag kom upp eldur í olíumalardreifara sem var við vegavinnu á afleggjaranum að Bjarnarhöfn en þar var verið að leggja bundið slitlag. Brunavarnir Stykkishólms og nágrennis voru kallaðar út og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Vinnutækið er talið ónýtt en nýlegri vörubifreið sem föst var við tækið tókst að bjarga.

sp@anok.is / myndir Rafn Rafnsson