Endurbætur á þili í Rifshöfn

screen-shot-2017-01-19-at-13-34-41Framkvæmdir við Rifshöfn hafa gengið vel miðað við aðstæður en veðrið hefur ekki verið upp á það besta fyrir framkvæmdir af þessu tagi. Nú þegar er búið að reka niður 28 plötur eða 42 metra af þeim 200 metrum sem reka á niður í þessum áfanga.

Vegna framkvæmdanna hefur hluta af bryggjunni verið lokað á meðan. Við verkið er notuð beltagrafa af stærri gerðinni og einnig krani því að hver plata vegur 15 tonn og hamarinn er um það bil 5 tonn, því er um talsverðan þunga að ræða.

Birtist fyrst í Bæjarblaðinu Jökli