Enn frekari tafir á því að Baldur hefji siglingar um Breiðafjörð

Sæferðir sendu í morgun frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:

Eftir vinnu sl. daga er það mat sérfræðina að nauðsynlegt er að taka vélina úr Baldri og flytja hana á verkstæði Framtaks. Þetta er gert þar sem ekki reyndist mögulegt að slípa sveifarás vélarinnar um borð og tryggja að hann yrði í lagi þannig eins og stefnt var að. Þetta gerir það að verkum að eitthvað lengri tími mun líða áður en Baldur getur hafið siglingar aftur en rétt að geta þess að einhver tími mun sparast við samsetningu.

Nú eru aðeins 5 vikur til áramóta og gæti staðan orðið sú að Baldur sigli ekki meira það sem eftir lifir árs. Unnið verður að fullum krafti að viðgerð en eins og áður segir er um flókið verk að ræða og munu verða sendar út tilkynningar um leið og nánari tímasetningar liggja fyrir.

Af þessu má ráða að ekki verður skipinu siglt á næstunni.  í samtali við fjölmiðla í morgun segir bæjarstjóri Vesturbyggðar, Ásthildur Sturludóttir, stöðuna grafalvarlega bæði fyrir fiskútflutning af svæðinu sem og aðrar samgöngur.  Síðasta vika hafi verið erfið á vegunum fyrir vestan og mikið um lokanir.

Skipið kom hingað í Stykkishólm haustið 2014 frá Lofoten í Noregi. Það er orðið 40 ára gamalt.