Ertu ekki að grínast? Námskeið um þátttöku í sveitarstjórnarmálum

Ríflega þrjátíu þátttakendur mættu til leiks á námskeið sem Stykkishólmsbær stóð fyrir ásamt fyrirtækinu Ráðrík um þátttöku í sveitarstjórnarmálum í síðustu viku.  Aldursdreifing var ágæt og höfðu flestir gagn og gaman af námsefninu. Æfði fólk sig m.a. í að halda bæjarstjórnarfund með tilbúnum persónum og erindum, við mikla kátínu á flestum borðum.