Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Fækkun í öllum sveitarfélögum á Snæfellsnesi

hagstofa_islands_logoHagstofan birti mannfjöldatölur sínar vikunni og eru þær ekkert sérlega jákvæðar fyrir marga staði á landsbyggðinni. Hér á Snæfellsnesi hefur orðið fækkun í öllum sveitarfélögum.

2013

2014

Fækkun

Stykkishólmur

1112

1095

17

Helgafellssveit

58

53

5

Grundarfjörður

905

872

33

Snæfellsbær

1722

1691

31

Eyja- og Miklaholtshreppur

158

148

10

Snæfellsneskort

Hér í Stykkishólmi hefur fólki hægt og bítandi fækkað allt frá 2002 með undantekningum frá einu ári til annars, en yfir tímabilið er fækkun. Við bentum einnig á það í Stykkkishólms-Póstinum 13. febrúar s.l. að breyting á aldurssamsetningu íbúa er einnig s.l. 10 ár, þar sem fækkar í yngsta hópnum en fjölgar í þeim elsta. Má draga þá niðurstöðu af öllum þessum tölum og staðreyndum að unga fólkið fari burt og þessvegna fjölgi í elsta hópnum? Þarf þá ekki að gera eitthvað í því? Og hvernig er það nú gert? Það þarf að vera spennandi fyrir ungt fólk að búa hér og jú sama fólk þarf að geta fengið störf til að lifa af. Hvernig er hægt að fjölga störfum? Fréttir hafa ekki gefið til kynna að uppbygging eða fjölgun muni verða í þeim opinberu fyrirtækjum sem hér starfa. Sveitarfélögum er þröngt sniðinn stakkur vegna nýrra reglna um skuldaviðmið og verður vart séð að þar muni störfum fjölga. Sumir segja það þýði ekkert að bíða eftir patentlausnum frá hinu opinbera, það sé einkaframtakið sem þurfi til! Það eru mörg dæmi um einkaframtak hér í Stykkishólmi sem skapa störf og á víðu sviði, sumstaðar er krafist menntunar annarsstaðar ekki. Einkaframtakið framleiðir vöru sem annaðhvort er til útflutnings, til sölu innanlands, þjónustar atvinnulífið og ferðaþjónustuna. Eitt af því sem eflt gæti fyrirtæki á svæðinu og þar með skapað fleiri störf er að beina viðskiputm og kaupum á þjónustu hjá fyrirtækjum og stofnunum til fyrirtækja á svæðinu, í stað þess að leita alltaf suður. Því vöxturinn verður þá bara þar eins og dæmin sanna.
Til að koma á fót fyrirtæki er landslagið mjög breytt frá því sem áður var. Nægir þar að nefna að fjármögnun fyrirtækja og reksturs getur verið þung og á brattann að sækja að fjármagn hjá lánastofnunum. Ungt fólk í dag, fjárfestir ekki í fyrirtækjarekstri nema með fjármögnunaraðstoð þar allir þurfa að fjárfesta í íbúðarhúsnæði og e.t.v. námi og því verður lítið afgangs til að leggja í sjóð til dæmis til að byggja upp fyrirtækjarekstur með tilheyrandi fjárfestingum í húsnæði, tækjum ofl.
Fækkunin á öllu Snæfellsnesi síðustu ár, segir okkur að sama hvaða stjórnvald ræður ríkjum þá er þetta þróunin. Samt sem áður eru þessi mál afgerandi þáttur í þróun byggðar á Snæfellsnesi og ætti að vera oddamál hjá þeim sem bjóða sig fram til starfa í þágu samfélagsins á komandi vori.