Sveitarfélögin á Snæfellsnesi tilnefnd til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs

Á þriðjudag var tilkynnt um hverjir væru tilnefndir til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs. Verðlaunin verða veitt sveitarfélagi, bæjarfélagi eða staðbundnu samfélagi sem hefur með samstilltu átaki lagt sitt af mörkum fyrir umhverfið í heild eða stuðlað að úrbótum varðandi afmarkað umhverfismál. Sveitarfélögin Eyja- og Miklaholtshreppur, Helgafellssveit, Grundarfjarðarbær, Snæfellsbær og Stykkishólmsbær á Snæfellsnesi eru meðal þeirra sem lagt er til að hljóti umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs í ár.
Yfir 30 tillögur bárust frá almenningi á Norðurlöndum.Tilkynnt verður um verðlaunahafa á þingi Norðurlandaráðs í lok október í Stokkhólmi þar sem verðlaunin verða afhent. Nemur verðlaunaféð 350 þúsund dönskum krónum, eða um 7,3 milljónum íslenskra króna.