Fjárlagafrumvarp: Fjármunir hingað?

Fjárlagafrumvarp var kynnt í vikunni og kennir þar margra grasa. Í fljótu bragði er ekki að sjá miklar breytingar hvað varðar Stykkishólm eða Vesturland. Framlög standa nokkurn veginn í stað til málaflokka heilbrigðisþjónustu, sýslumanns-embætta, vegamála og umhverfisverkefna. Þannig er ekki að sjá sérstaka fjármuni til St. Fransiskuspítala vegna öldrunarþjónustu frekar en til vegamála sérstaklega á svæðinu.

Framlag til náttúrustofa er skert verulega verði fjárlögin samþykkt óbreytt á móti aukningu til Rannsóknarmiðstöðvarinnar á Mývatni og Náttúrfræðistofnunar Íslands.

Þessa dagana hrynja inn fréttatilkynningar frá ráðu-neytunum vegna fjárlaganna og fjölmiðlar uppfullir af túlkunum á þeim. Enda um margra þúsunda síðna lesefni að ræða og ekki allt verið lesið ofan í kjölinn.