Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Frá Félagi eldri borgara í Snæfellsbæ

Mynd úr Reykjanesferð á síðasta ári
Mynd úr Reykjanesferð á síðasta ári

Framundan er fjör og ferðalög

Nú þegar sól er farin að hækka á lofti þá hugsa eldri borgarar í Snæfellsbæ sér til hreyfings. Framundan er fjör og ferðalög og fyrst á dagskrá er leikhúsferð föstudaginn þann 10. febrúar. Það er söngleikurinn Mamma Mía í Borgarleikhúsinu sem hefur orðið fyrir valinu. Ekki er að efa að margir vilja sjá hina vinsælu sýningu sem búin er að ganga mestallt síðasta ár og ekki sér fyrir endan á. Þetta er dagsferð og farið verður af stað um hádegisbil frá Snæfellsbæ og kvöldverður snæddur fyrir leikhúsið. Farið svo til baka eftir sýningu. Þorgeir Árnason sér um skráningu í þessa ferð og gsm hjá honum er 896 1769 og rafpóstur: rif@simnet.is.

Unaðsdagar í Stykkishólmi

Dagana 3. til 7. apríl. Þetta er fjögurra daga dvöl á Fossótelinu í Stykkishólmi og farið verður mánudaginn 3. apríl og komið til baka föstudaginn 7. apríl. Nóg verður um að vera m.a. skoðunarferðir, skemmtidagskrá á hverju kvöldi og dansað á eftir. Þess má geta að innifalið í verðinu er gisting, morgunmatur, hádegismatur, kvöldmatur, kaffi og smá meðlæti yfir daginn. Á milli kl 17 og 19 er happy hour.

Vetrarferðir sl. ára hafa heppnast mjög vel en farið hefur verið til Hveragerðis sem verður gefið frí að þessu sinni. Unaðsdagarnir eru í höndum Þorgeirs Árnasonar gsm 896 1769 og rafpóstur rif@simnet.is

Sigló hótel á Siglufirði

Þann 18. júní verður hin árlega sumarferð félagsins farin og að þessu sinni stefnum við á Siglu­fjörð. Dvalið verður á hinu glæsi­lega og rómaða Sigló Hóteli í tvær nætur og komið verður til baka seinni part þriðjudags þann 20. júní. Við munum skoða okkur um á svæðinu og fá góðan og staðkunnugan mann til að vera með okkur og segja frá því helsta. Þá er líka mikið að sjá í næstu bæjarfélögum sem við munum heimsækja.

Á sl. ári var farið á Reykjanesið og heppnaðist sú ferð mjög vel. Pétur Steinar Jóhannsson sér um skráningu í Siglóferðina og síminn er 893 4718 og rafpóstur er: psj@simnet.is

ps: Nýir félagar ætíð velkomnir í hópinn. (60+)

Með kærri kveðju.
Fyrir hönd ferðanefndar Félags eldri borgara í Snæfellsæ.

Emanúel Ragnarsson, Pétur Steinar Jóhannsson og Þorgeir Árnason