Framkvæmdir á Nesveginum


Endurbætur á húsnæði Anok margmiðlun ehf og pípulagna-þjónustu Helga Haraldssonar, Sjálfsagt ehf á Nesvegi 13 eru hafnar. Það er Narfeyri ehf sem er að skipta út gluggum, hurðum og útveggjum auk þess sem ný klæðning verður sett á húsið á þessum eignahlutum. Þar af leiðandi gæti viðvera í Anok verið stopul. Sími og tölvupóstur virkar þó sem fyrr og við höldum starfsemi gangandi en gætum verið á faraldsfæti með vinnuaðstöðu á meðan yfir gengur.