Framlegð sjávarútvegsfyrirtækja í Norðvesturkjördæmi lækkaði um 38% milli ára

Deloitte hefur tekið saman lykiltölur á rekstri íslensks sjávarútvegs í Norðvesturkjördæmi á árinu 2016 og 2017. Geiningin nær til stærstu sjávarútvegsfélaga í bolfisk með löglheimili í póstnúmerum 300 – 570 og samanstendur hún af félögum sem greiddu 81,1% af veiðigjöldum fiskveiðiártið 2017/18.

Í lykiltölum kemur fram:

  • Tekjur í sjávarútvegi í Norðvesturkjördæmi drógust saman um 19% á milli ára. Kostnaður lækkaði jafnframt nokkuð en hlutfallslega EBITDA lækkun var þó umtalsverð eða 38%.
  • Á því tímabili sem var til skoðunar þróuðust ytri hagstærðir almennt með neikvæðum hætti fyrir sjáverútvegsfélög. Verðlag sjávarafurða hefur lækkað verulega í íslenskum krónum og launavísitala hefur hækkað töluvert. Einnig hafði tveggja mánaða verkfall sjómanna neikvæð áhrif á tekjumyndum og framlegð félaganna.
  • Afkoma og tekjur lækkuðu í öllum veiðikerfum en hlutfallsvga var samdrátturinn mestur hjá félögum í aflamarkskerfi.

Nánar hér