Fundur í dag í sameiningarnefnd

Grundarfjarðarbær hélt bæjarstjórnarfund í síðustu viku þar sem m.a. var fjallað um sameiningarmálin í Stykkishólmi, Grundarfirði og Helgafellssveit.
Niðurstaða bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar var að efna ekki til íbúakosninga um sameiningu að svo stöddu.
Hvað þetta þýðir með framhald viðræðna kemur í ljós í þessari viku væntanlega, þar sem sameiningarnefndin heldur fund í dag, fimmtudag. Til stóð næst, skv. heimildum Stykkishólms-Póstsins, að fara í gang með kynningu til íbúa á sameiningum.

 

am