Þriðjudagur , 21. ágúst 2018

Gáfu hefilbekk


Í síðustu viku afhenti Lionsklúbbur Ólafsvíkur, Grunnskóla Snæfellsbæjar formlega 6 hefilbekki sem klúbburinn gaf skólanum fyrr á árinu. Hefilbekkirnir munu nýtast skólanum mjög vel og eins og sjá má á myndinni eru nemendur byrjaðir að nota þá og líkar vel. Í sumar var aðstaða til smíðakennslu í Grunnskóla Snæfellsbæjar stórlega bætt. Kennslurýmið var endurskipulagt, málað og keyptir nýjir hefilbekkir og eru þeir 12 talsins en eins og áður segir gaf Lionsklúbbur Ólafsvíkur 6 þeirra.

Á myndinni eru Hilmar Már Arason skólastjóri, Elfa E. Ármannsdóttir aðstoðarskólastjóri, Jóhannes Ólafsson ritari og Marinó Mortensen fráfarandi formaður Lionsklúbbs Ólafsvíkur ásamt nemendum sem voru í smíðakennslu þegar gjöfin var afhent.

þa