Þriðjudagur , 22. janúar 2019

Gjöf til Foreldrafélagsins

Lionsklúbbur Ólafsvíkur afhenti Foreldrafélagi leikskólans Krílakots peningagjöf á dögunum. Upphæð gjafarinnar er 213.600, það var Tinna Ýr Gunnarsdóttir úr stjórn foreldrafélagsins sem veitti gjöfinni viðtöku. Foreldrafélagið sér um jólaföndur á leikskólanum, útskrift elstu leikskólabarnanna og vorferð á hverju vori ásamt fleiru. Ekki er búið að taka ákvörðun um í hvað peningarnir verða notaðir en þeir verða líklega nýttir í einhverja gjöf til leikskólans. Með Tinnu á myndinni eru Samúel Jón Samúelsson stallari og Sigurður Ágústsson gjaldkeri Lionsklúbbs Ólafsvíkur ásamt nokkrum börnum úr Krílakoti.
þa