Góðar gjafir

BY5A1422Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Jaðri barst góð gjöf á dögunum þegar Anton Gísli Ingólfsson kom færandi hendi. Færði hann heimilinu æfingatæki sem hann hafði sjálfur hannað og smíðað. Sagði Anton að hann hefði ákveðið að smíða svona tæki eftir spjall við Ingu Jóhönnu forstöðukonu en þau voru sammála um að svona tæki myndi nýtast vel á Jaðri. Einnig færði hann dvalarheimilinu frístandandi stóran kross, en
honum fanst ómögulegt að svoleiðis væri ekki til þegar á þyrfti að halda. Munu þessir hlutir koma að góðum notum og ekki amalegt að eiga fólk eins og Anton að. Á myndinni eru Anton Gísli ásamt Hinriki Pálssyni og heldur hann á krossinum.

þa/Bæjarblaðið Jökull