Laugardagur , 22. september 2018

Góðgerðir

Að vinna að góðgerðarmálum, láta gott af sér leiða er eitthvað sem margir taka til sín. Fólk leggur sitt á vogarskálarnar með ýmsum aðferðum og oft hver með sínu nefi. Framundan er Reykjavíkurmaraþonið sem orðið er einn af stærstu viðburðum á sviði góðgerðarmála hér á landi, en hlaupið fer fram laugardaginn 18.ágúst n.k. Þátttaka vex með hverju árinu og þar láta margir hlauparar gott af sér leiða með því að hlaupa til styrktar ákveðnum málefnum. Þátttakendur koma frá landinu öllu og m.a.s. víðar að til að taka þátt. Nokkrar vegalengdir eru í boði og flestir þátttakendur í 10 km hlaupinu. Hlauparar eru núna í óða önn að kynna sig og sín stuðningsmál á samfélagsmiðlunum þessa dagana og allt fram að hlaupadegi og þar eru Hólmarar og Snæfellingar ekki undanskildir. Hægt er að renna yfir nöfn hlaupara og styrkja þeirra málefni á hlaupastyrkur.is

Hlaupahópur Stykkishólms sendir hlaupakveðjur til allra hlaupara með ósk um að allir nái sínum markmiðum og komi heilir heim.