Þriðjudagur , 22. janúar 2019

Haustmarkaður – hressandi eftir kosningar

Haustmarkaður verður haldinn á Breiðabliki n.k. sunnudag frá kl. 13 -17. Þangað streyma Snæfellingar með handverk, mat og fleira og selja vörur sínar. Allir eru velkomnir og um að gera að taka sunnudagsbíltúr eftir kosninganóttina á undan og næla sér í góðmeti og hver veit nema að hægt verði að huga að jólagjöfum fyrir komandi hátíð! Þeir sem ekki enn hafa gert sér ferð á Breiðablik ættu að nota tækifærið en verslunin Búsæld sem selur handverk og mat frá Snæfellsnesi er opin daglega frá kl. 11-15 og þar eru gæðavörur á ferðinni.
Þeir sem vilja taka þátt í haustmarkaðnum á sunnudaginn er bent á að snúa sér til Ragnhildar í Svæðisgarðinum fyrir frekari upplýsingar.