Endurbætur á Helgafelli

3Y6A7972Árið 2014 veitti Framkvæmdasjóður ferðamannastaða styrk til endurbóta á bílastæðum, breytinga og endurgerð göngustíga og gerð skilta á Helgafelli. Gríðarlegur straumur ferðamanna liggur upp á fellið og hefur gert í mörg ár. S.l. helgi var haldið þar grjóthleðslunámskeið og má sjá hluta af árangri þess á meðfylgjandi mynd sem tekin var á bílastæðinu í vikunni. Framkvæmdum er ekki lokið og verður áfram unnið að þeim á næstunni.
sp@anok.is