Mannfjöldatölur 2014

hagstofa_islands_logoNú hefur Hagstofa Íslands gefið út mannfjöldatölur fyrir árið 2014. Landsmenn voru 329.040 í lok 4. ársfjórðungs 2014, 165.150 karlar og 163.890 konur. Fjölgaði landsmönnum um 1,18% á milli ára. Ef Snæfellsnes er skoðað í lok 4.ársfjórðungs 2013 og 2014 þá breytist íbúafjöldi milli ára samtals um 30 manns.
4. ársfjórðungur 2013
Grundarfjarðarbær 870
Helgafellssveit 50
Stykkishólmur 1090
Eyja- og Miklaholtshreppur 150
Snæfellsbær 1690
3850
4. ársfjórðungur 2014
Grundarfjarðarbær 900
Helgafellssveit 50
Stykkishólmur 1110
Eyja- og Miklaholtshreppur 140
Snæfellsbær 1680
3880
Eins og meðfylgjandi tafla sýnir, þá er fjölgun í Grundarfirði og Stykkishólmi. Þess ber að geta að tölur eru námundaðar við næsta tug. Í Grundarfirði er fjölgunin karlamegin eingöngu en kvennamegin í Stykkishólmi. Í Snæfellsbæ og Eyja- og Miklaholtshreppi hefur fækkað um 10 karlmenn. Meðalaldur landsmanna árið 2014 er 37,2 ár árið 2012 var meðalaldur Hólmara 39,06 ár. Hagstofan reiknar einnig út hlutfall 65 ára og eldri á móti aldrinum 20-64 ára og er það um 22%. Við lauslegan útreikning lítur út fyrir að hlutfall í þessum aldurshópi sé mjög svipað í Stykkishólmi og á landsvísu. Aldurspýramítinnn frægi er að breytast eins og margoft hefur verið rætt í fjölmiðlum. Við lifum lengur og þar af leiðandi stækkar hlutfall 65 ára og eldri ár frá ári. am