Réttir Arnarhólsrétt 2014

Arnarhólsréttir 2014

3Y6A5381

ArnarhólsréttUm síðastliðna helgi var smalað til fjalla og fé rekið til Arnarhólsréttar í Helgafellssveit. Veður var mjög gott á laugardeginum til smalamennsku en rok og rigning á sunnudeginum. Veðrið hélt þó ekki aftur að fólki að koma í réttina á sunnudeginum og var svipaður fjöldi af fólki og í fyrra þrátt fyrir það. Svo virðist sem hlýindin í sumar hafi gert það að verkum að fé er ekki komið niður af fjöllum enda nóg til beitar enn og þar sem í fyrra var snjór var snjólaust í göngum nú. Ekki var rekið nema í eina og hálfa rétt á móti þremur í fyrra. Önnur leit verður eftir hálfan mánuð og þá er að sjá hversu mikið skilar sér niður á láglendið. Fjallkóngar í ár voru Lárus Franz Hallfreðsson í Botnunum sem jafnframt var réttarstjóri, Guðrún Reynisdóttir á Gríshóli í Miðfjallinu og Guðrún Harpa Gunnarsdóttir í Innfjallinu.