Þriðjudagur , 22. janúar 2019

Víða framkvæmdir

Spurst hefur af framkvæmdum af ýmsum toga út um allt Snæfellsnes og er fróðlegt að taka rúnt um Nesið og skoða nýbyggingarnar. Sérstaklega hefur breyst mikið á Arnarstapa, en þar hefur bæði risið hótel og nýr veitingastaður. Helgafellssveit og Grundarfjörður fara ekki varhluta af uppbyggingu í ferðaþjónustu. Á Þórdísarstöðum er verið að byggja upp ferðaþjónustu með sumarhúsum og í Helgafellssveit er verið að reisa gistirými að Hólum 1 eins og meðfylgjandi mynd Auðar Vésteinsdóttur af framkvæmdum sýnir. Það er Stundarfriður ehf sem stendur að byggingunni á Hólum 1.

am/frettir@snaefellingar.is