Hestaval í GSS


Með tilkomu nýrrar reiðskemmu opnaðist sá möguleiki að geta kennt reiðmennsku í Stykkishólmi. Ákveðið var því að bjóða nemendum í 8. – 10. bekk upp á svokallað Hestaval. Tíu nemendur hafa því undanfarið sinnt þessu vali undir leiðsögn kennara síns Lárusar Ástmars Hannessonar. Eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að kenna fag eins og reiðmennsku í 40 mínútna tímum. Því hafa nemendur verið í lengri tíma í senn og klára fagið á styttri tíma en ella. Sem dæmi fór allur hópurinn ríðandi upp í Bjarnarhöfn einn daginn. Þetta er skemmtileg nýbreytni sem vonandi verður framhald á.