Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Hlýjar hendur

Fyrr í vetur afhentu kvenfélagskonur á Hellissandi Leikskólanum Kríubóli vettlinga og gengur verkefnið þeirra undir nafninu „Hlýjar hendur“ kvenfélagskonur í Kvenfélagi Ólafsvíkur fylgdu góðu fordæmi kvenfélagskvenna á Hellissandi og prjónuðu vettlinga fyrir Leikskólann Krílakot. Vettlingana afhentu þær Steiney K. Ólafsdóttir, ritari Kvenfélags Ólafsvíkur og Hanna Metta Bjarnadóttir gjaldkeri, Ingigerði Stefánsdóttur leikskólastjóra og nokkrum leikskólabörnum 17 pör af vettlingum. Voru börnin mjög ánægð með vettlingana og hlakkaði til að prófa þá úti í snjónum.
Sama fyrirkomulag verður á Krílakoti og er á Kríubóli þar sem leikskólinn sér um að þvo vettlingana og hafa tilbúna í körfu fyrir þau börn sem þurfa. Kvenfélagskonur ætla að sjá um að alltaf sé til nóg af vettlingum. Hefur þetta verkefni gefist mjög vel á Hellissandi og mun örugglega gera það líka í Ólafsvík.
þa