Hólmurum fjölgar á listunum

Þá hafa framboðslistar í NV kjördæmi verið birtir og verður hægt að kjósa um 8 lista í komandi kosningum. Þegar leitað er að frambjóðendum með lögheimili í Stykkishólmi sem bjóða sig fram til Alþingis lítur listinn svona út:

Elín Sigurðardóttir 16. sæti, Framsóknarflokkur.
Ragnar Már Ragnarsson 11. sæti, Viðreisn.
Böðvar Sturluson 12. sæti, Sjálfstæðisflokkur.
Hermann Bragason 8. sæti, Flokkur fólksins.
Sigurður Páll Jónsson 2. sæti, Miðflokkur.
Hjördís Pálsdóttir 6. sæti, Bjarki Hjörleifsson 11.sæti, Lárus Ástmar Hannesson 14.sæti, Vinstrihreyfingin grænt framboð.

Sé skoðað með Snæfellsness-gleraugunum þá fjölgar heldur á listanum. Við bætast:

Gunnsteinn Sigurðsson 4. sæti Björt framtíð.
Berglind Long 14.sæti
Viðreisn.
June Scholtz 7. sæti Sjálfstæðisflokkur.
Guðbjörg Ýr Guðbjargardóttir
7. sæti, Jóhann Óskarsson
12. sæti, Flokkur fólksins.
Hinrik Konráðsson 8. sæti Píratar.
Garðar Svansson 8. sæti
Samfylking – jafnaðarmanna-flokkur Íslands.

Þá er bara að fara að velja sér lista, eftir þeim aðferðum sem hverjum og einum sýnist best og síðast en ekki síst mæta á kjörstað og kjósa.

am