Hvað kveikti í Sigurði?


N.k. laugardag flytur Karl Aspelund prófessor við Rhode Island háskóla í Bandaríkjunum fyrirlestur um Sigurð málara og tengsl hans við íslensku þjóðbúningana í Eldfjallasafninu á þjóðbúningadegi Norska hússins, Skotthúfunni. Karl er margfróður um íslensku þjóðbúningana en doktorsritgerð hans fjallaði um það efni. Auk þess sem hann hefur skrifað greinar um efnið, nú síðast í bókinni Málarinn og Menningarsköpun sem út kom í fyrra þar sem hann var ritstjóri auk Terry Gunnell.
Karl starfar við Rhode Island háskólann í dag og eru helstu viðfangsefni hans þar tengd því hverskonar fatnaður gengur upp úti í geimnum og sem hluti af „100 YEAR STARSHIP“ áætlun bandarískra yfirvalda en auk þess kennir Karl við þjóðfræði í Háskóla Íslands. Karl vann á árum áður m.a. við búninga- og leikmyndahönnun og listræna stjórnun við íslenskar kvikmyndir eins og t.d. Djöflaeyjuna, Benjamín dúfu og Bíódaga. Gaman að segja frá því hér að Karl Aspelund og Haraldur Sigurðsson tengjast, í gegnum Rhode Island háskólann þar sem þeir báðir starfa. Fyrirlesturinn hefst kl. 13.
Ríkíní, hver var það?
Ríkíní var fyrsti tónlistarkennari hins forna Hólaskóla sem stofnaður var árið 1106. Ríkíní var franskur og mikill „ástvinur“ hins helga Jóns Ögmundssonar biskups og skólastjóra. Hljómsveitin Spilmenn Ríkínis mun halda tón
Dr. Karl Aspelund
leika í Gömlu kirkjunni á laugardaginn kl. 17. Hljómsveitina skipa Marta Guðrún Halldórsdóttir, Örn Magnússon, Sigursveinn Magnússon, Halldór Bjarki Arnarson og Ásta Sigríður Arnardóttir. Spilmennirnir komu fyrst fram á Berjadögum árið 2006 í Ólafsfirði. Viðfangsefni Spilmanna hefur verið flutningur tónlistar úr gömlum íslenskum bókum og handritum með hljóðfærum sem vitað er að til voru á Íslandi fyrr á öldum. Hvort tónlistin hljómar eins og þá er alls óvíst, en sá hljómur sem verður til þegar sungið er og leikið á þessi gömlu hljóðfæri kveikir tilfinningu í brjóstinu, líkt og sofinn strengur sé sleginn á ný. Líkt því sem við göngum til móts við veruleika sem alltaf hefur búið með okkur en við þekktum þó ekki.
Á báða viðburði er aðgangur ókeypis.