Jólin voru kvödd með hefðbundnum hætti í Snæfellsbæ á þrettándanum. Lionsklúbbarnir í Ólafsvík stóðu fyrir göngu frá Pakkhúsinu í Ólafsvík að brennunni sem staðsett var rétt fyrir innan félagsheimilið Klif. Gengið var í fylgd álfadrottingar, álfakóngs og álfameyja. Einnig var Grýla mætt ásamt púkum. Þegar búið var að kveikja í brennunni voru jólin sungin og sprengd út með flugeldasýningu Lionsklúbbanna. Veðrið hafði talsverð áhrif á hátíðahöld því að um það leiti sem kveikt var í brennunni gerði rok og rigningu, það gerði framkvæmd flugeldasýningarinnar erfiðari og tafði nokkuð för barna sem gengu í hús.
Þegar hátíðarhöldunum var lokið fóru alls kyns grímuklæddar verur að sjást á kreiki um bæinn.
Verurnar bönkuðu upp á og báðu húsráðendur um gott í gogginn áður en þær leggðu af stað til fjalla enda jólunum að ljúka.
Birtist fyrst í Bæjarblaðinu Jökli